Fótbolti er uppáhalds íþróttagrein um 30% Íslendinga. Þar á eftir er handbolti í uppáhaldi hjá rúmlega 8% Íslendinga og körfubolti hjá tæplega 6% Íslendinga. Þá eru sund og golf í uppáhaldi hjá rúmlega 5% Íslendinga hvort um sig.

Spurt var „Hver er uppáhalds íþróttagreinin þín?“ Engir svarmöguleikar voru heldur var svarendum leyft að skrifa inn sitt svar. Svarendur voru 848 talsins og 88,3% þeirra tóku afstöðu til spurningarinnar. Svarendur koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 24. apríl – 7. maí 2018.



