Næstum allir vilja setja reglur um símanotkun barna í grunnskólum. Meira en 38% segjast vilja setja strangar reglur, næstum þriðjungur vill setja leiðbeinandi reglur og 27% vilja banna alfarið að börn séu með snjallsíma í grunnskólum.
Hærra hlutfall karla en kvenna vill banna alfarið snjallsíma í grunnskólum, en þeir sem búa í Reykjavík og yngsti hópurinn, 18-29 ára, vilja síður banna alfarið síma í grunnskólum.
Ítarlegri niðurstöður er að finna í pdf-skýrslu hér.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 937 sem tóku afstöðu til flokks, en þeir eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 3. til 7. nóvember 2023.
Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar á helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.
Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er.