Í Borgarvita Maskínu eru borgarbúar spurðir um hvaða borgarfulltrúi hafi staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Að þessu sinni sýna niðurstöðurnar að flestum aðspurðra þykir Dag B. Eggertsson, fráfarandi borgarstjóri hafi staðið sig best eða um 22%. Dagur kom einnig best í Borgarvitanum í nóvember en þar á undan var það foringi Sósíalista, Sanna Magdalena, sem staðið hafði sig best að mati þátttakenda.
Ítarlegri niðurstöður um Borgarvita Maskínu er að finna í pdf-skýrslu hér.
Við munum halda áfram að fjalla um niðurstöður Borgarvita Maskínu á næstu dögum.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 699, en þeir eru á aldrinum 18 ára og eldri og búsettir í Reykjavík. Könnunin fór fram 22. mars – 11. apríl 2024.
Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar til helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.
Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er