Draumavinnustaður

Draumavinnustaðurinn fangar ímynd fólks af því hvaða fyrirtæki eða stofnun er draumavinnustaður þess ásamt væntingum fólks til hvaða kostum sá vinnustaður býr yfir. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar eru það spurningar sem snúa að vinnustöðum almennt og væntingum fólks til þeirra og hins vegar spurningum sem snúa beint að því fyrirtæki sem unnið er fyrir. Í niðurstöðum koma fram upplýsingar um ímynd almennings af fyrirtækinu. Einnig koma fram í niðurstöðum hvaða atriði fólk leggur mesta áherslu á við val á sínum draumavinnustað.

Leitast er við að svara eftirfarandi spurningum um vinnustaði almennt:

  • Hver er þinn draumavinnustaður? – opin spurning þar sem fólk er beðið um að nefna fyrirtæki eða stofnun
  • Hvaða kostum þarf vinnustaður að búa yfir til að fólki finnist hann ákjósanlegur til að starfa hjá
  • Spurt um mismundi kosti vinnustaða og hvað höfðar best til fólks. Þessar spurningar snúa meðal annars að sveigjanlegum vinnutíma, stjórnunarháttum stjórnenda og launum

Spurningar sem snúa að einstaka fyrirtæki:

  • Hversu eftirsóknarvert er að starfa hjá viðkomandi fyrirtæki
  • Spurt um mismunandi kosti og hversu vel viðkomandi fyrirtæki geri við starfsfólks sitt meðal annars um starfsanda, möguleika til starfsþróunar og kynjahlutfalli meðal starfsfólks

Niðurstöður

Niðurstöðum er skilað í Mælaborði Maskínu þar sem eftirfarandi kemur fram:

  • Yfirlit yfir þá 3 vinnustaði sem oftast eru nefndir
  • Samanburður við önnur fyrirtæki
  • Hver spurning er sett fram í töflu og myndum
  • Niðurstöður greindar eftir bakgrunni svarenda, kyni, aldri, menntun og núverandi stöðu á vinnumarkaði
  • Öðrum greiningum er beitt þar sem það á við

Maskína safnar svörum um draumavinnustað fólks í almenningsvagni sínum, Maskínuvagni. Í Maskínuvagni er lagðar spurningar fyrir Þjóðgátt Maskínu (e. Panel). Þjóðgáttin samanstendur af einstaklingum sem valdir hafa verið með tilviljun úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.

Smelltu hér til að sækja kynningarskýrslu á PDF-formi.