Aldurssamsetning í könnunum

Heim / Fréttir / Aldurssamsetning í könnunum

Í aðdraganda Alþingiskosninga hefur orðið talsverð umræða um gerð kannanna og þá sér í lagi hverjir það eru sem fá boð um að taka þátt í þeim. Sérstaklega hefur verið rætt um elsta hóp samfélagsins og því haldið fram að hann fái ekki boð um að taka þátt í könnunum. Af því tilefni vill Maskína árétta að í þeim könnunum þar sem fylgi flokka er mælt í könnunum hennar eru engin efri mörk á aldri svarenda og því allir sem hafa náð 18 ára aldri sem geta lent í úrtaki.

Til að svörin endurspegli sem best raunverulega samsetningu þjóðarinnar eru svörin vigtuð með tilliti til þess, þar á meðal eftir aldri.

Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar á helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.

Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er.

Aðrar fréttir