Á að bólusetja börn?

Home / Fréttir / Á að bólusetja börn?

Talsverð umræða hefur skapast í íslensku samfélagi um bólusetningu og sitt sýnist hverjum. Í janúar spurði Maskína um viðhorf almennings til bólusetningar barna, 5–11 ára, gegn COVID-19. Niðurstöðurnar voru mjög afgerandi og sögðust rétt tæplega 75% vera hlynnt bólusetningu en aðeins um 11% voru andvíg.

Eldri svarendur hlynntari bólusetningum

Eftir því sem svarendur voru eldri því hlynntari voru þeir bólusetningu barna á þessum aldri. Í elsta svarhópnum, 60 ára og eldri, sögðust 86% svarenda vera hlynnt en til samanburðar voru 62% hlynnt bólusetningu barna í yngsta hópi svarenda, 18–29 ára.

Þegar svörin voru rýnd eftir stjórnmálaskoðun fólks kemur í ljós að kjósendur Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingar og Sósíalistaflokksins eru hlynntastir bólusetningu barna.

Ítarlegri niðurstöður má finna hér í pdf skýrslu.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 902 talsins. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 6. til 17. janúar 2022.

Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar á helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningu um niðurstöður þeirra.

Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er, sem sé frá Maskínu.

Related Posts
maskina.is
Yfirlit

Maskína vekur athygli á að þegar farið er inn á maskina.is vistast vefkökur í tölvu notandans. Vefkökur eru smáar texta­skrár sem greina heim­sókn­ir og geyma kjörstill­ing­ar með það að mark­miði að bæta not­enda­upp­lif­un. Flestir vafrar taka sjálfvirkt við vefkökum. Vilj­ir þú ekki njóta ávinn­ings­ins af vefkökum get­ur þú af­virkjað þenn­an eig­in­leika í vafr­an­um þínum.