Starfsfólk
Ásmundur Pálsson sviðsstjóri gagnaöflunar
Ásmundur er með BSc gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur mikinn áhuga á framkvæmd kannana og tölfræðilegri úrvinnslu þeirra. Í upphafi hóf Ásmundur störf hjá Maskínu tímabundið sem lærlingur í vettvangsnámi sem hluti af sálfræðináminu en var fastráðinn eftir útskrift. Hann hefur starfað á ýmsum vettvangi, t.d. við blaðaútburð, sem verkamaður, lagerstarfsmaður, skósali, bílstjóri, lyklasmiður o.fl.
Hafðu samband við Ásmund með tölvupósti (asmundur (hjá) maskina.is) eða í síma 847 5537.
Birkir Örn Gretarsson sérfræðingur
Birkir Örn er með MSc gráðu í viðskiptahagfræði með áherslu á stærðfræði/tölfræði frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Hann hefur áhuga á flestu tengdu tölum, tölfræði og forritun ásamt því að vera mikill íþróttaunnandi. Birkir hefur starfað við kannanir og úrvinnslu þeirra frá því hann var í námi. Fyrst hjá Enalyzer (Danmörk) og síðan hjá MMR frá 2011 og þar til MMR sameinaðist Maskínu árið 2022.
Hafðu samband við Birki í tölvupósti (birkir(hjá) maskina.is) eða í síma 659 5604.
Freyja Þorvaldar viðskiptastjóri
Freyja er með BSc gráðu í búsvísindum frá Lanbúnaðarháskóla Íslands. Hún stundaði auk þess nám við Háskólann á Hólum í reiðmennsku. Hún hefur brennandi áhuga á hrossarækt og stundar hana í hjáverkum auk útreiða. Allt sem viðkemur náttúruvísindum, blómum og fuglum á einnig hug hennar.
Hafðu samband við Freyju í tölvupósti (freyja (hjá) maskina.is) eða í síma 694 2562.
Hrafn Ingason sérfræðingur
Hrafn er með MSc gráðu í rannsóknarsálfræði frá Lundarháskóla í Svíþjóð og BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur mikinn áhuga á hegðun og frammistöðu og hefur fulla trú á því að það sé alltaf hægt að gera betur (með hjálp góðra rannsókna og gagna). Hrafn hefur mest unnið með hegðun barna og unglinga, þar á meðal sem ráðgjafi á BUGL, sérkennari á leikskóla og sem persónulegur ráðgjafi.
Hafðu samband við Hrafn í tölvupósti (hrafn (hjá) maskina.is) eða í síma 844 0990.
Ingvar Þorsteinsson sérfræðingur
Ingvar er með BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í markaðsfræði frá Clemson University í BNA. Hann hefur mikinn áhuga á og vinnur við úrvinnslu og framsetningu gagna. Ingvar kom til Maskínu frá MMR, þar sem hann starfaði í rúm þrjú ár fyrir samruna fyrirtækjanna en hann hefur einnig starfað sem ráðgjafi á geðdeild Landspítalans auk ýmissa annarra starfa.
Hafðu samband við Ingvar í tölvupósti (ingvar (hjá) maskina.is) eða í síma 847 6990.
Ólafur Þór Gylfason sviðsstjóri markaðsrannsókna
Ólafur er með MSc gráðu í rannsóknaraðferðum félagsvísinda (tölfræði) frá London School of Economics og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Ólafur hefur yfir 25 ára reynslu af stjórnun rannsókna. Fyrst sem rannsóknastjóri hjá Hagvangi (PricewaterhouseCoopers) og síðan sem Associate Director í þróunarteymi Research International í London (nú TNS). Ólafur stofnaði MMR árið 2006 þar sem hann gegndi stöðu stöðu framkvæmdastjóra til ársins 2022 þegar félagið rann undir hatt Maskínu.
Hafðu samband við Ólaf í tölvupósti (olafur (hjá) maskina.is) eða í síma 659 5601.
Rakel Gyða Pálsdóttir viðskiptastjóri
Rakel er með MSc gráðu í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík og BSc gráðu í sálfræði með stjórnmálafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands. Rakel hefur sérstakan áhuga á neytandahegðun og leggur áherslu á að hanna gæðakannanir sem gera stjórnendum kleift að taka upplýstar og góðar ákvarðanir. Samhliða námi sinnti Rakel meðal annars störfum sem aðstoðarkennari við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og hefur unnið að rannsóknum á sviði neytendahegðunar og sjálfbærni í samstarfi við Rannsóknarsetur í markaðsfræðum og neytendasálfræði við Háskólann í Reykjavík í kjölfar meistaranáms.
Hafðu samband við Rakel í tölvupósti (rakel (hjá) maskina.is) eða í síma 690 4942.
Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri
Þóra lauk MBA prófi frá HÍ 2008. Hún er með BA próf í félags- og fjölmiðlafræði, einnig frá HÍ, og stundaði auk þess nám í hagnýtri fjölmiðlun. Þóra hefur starfað við kannanir frá árinu 1984, fyrst hjá Félagsvísindastofnun, síðar Hagstofunni en lengst af sem forstöðumaður Viðhorfsrannsóknarsviðs Gallup. Þóra hefur áralanga reynslu í markaðs- og viðhorfsrannsóknum og ráðgjöf – meðal annars í öllum þáttum í undirbúningi og gerð rannsókna svo og framkvæmd þeirra – gerð spurningakannana og sölu á rannsóknum til fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka. Þóra rak eigið ráðgjafafyrirtæki, Kná ehf., á árunum 2006-2010 eða þar til hún stofnaði Maskínu ásamt Þorláki árið 2010.
Hafðu samband við Þóru í tölvupósti (thora (hjá) maskina.is) eða í síma 896 4427.