Fólk hefur ólíkar skoðanir á því hvaða stjórnmálamenn henta best í mismunandi ráðuneyti. Maskína kannaði hver væri besti forsætisráðherrann og besti fjármálaráðherrann að mati almennings. Niðurstöðurnar sýna að mikill meðbyr er með Kristrúnu Frostadóttur nýkjörins formanns Samfylkingarinnar um þessar mundir en hún reyndist vera á meðal þeirra tveggja efstu bæði sem forsætisráðherra og sem fjármálaráðherra að mati almennings.
Þriðjungur telur Katrínu besta forsætisráðherrann
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er sú sem að flestir svarendur sögðu vera besta mögulega forsætisráðherrann. Stuðningur við hana í stól forsætisráðherra mjög dreifður eftir stjórnmálaskoðun en þó fara stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja þar fremstir. Athygli vekur að fleiri kjósendur bæði Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks telja Katrínu besta kost sem forsætisráðherra en ekki eigin formenn þá Bjarna Benediktsson og Sigurð Inga Jóhannsson. Mestan stuðning hefur Katrín þó meðal kjósenda síns flokks Vinsti grænna en um 96% þeirra telja Katrínu besta til þess fallna að halda um taumana í forsætisráðuneytinu.
Meðbyr með Kristrúnu
Kristrún Frostadóttir nýr formaður Samfylkingarinnar nýtur mikils meðbyrs um þessar mundir og samkvæmt þessari könnun telja um 23% svarenda hana besta mögulega forsætisráðherrann. Hún nýtur mestan stuðning meðal sinna flokksmanna en um 70% þeirra segja Kristrúnu besta kostinn sem forsætisráðherra en þriðjungur Pírata. Þegar spurt var um hver væri besti fjármálaráðherrann nefndu flestir Kristrúnu eða rúmlega 31% en tæplega 34% nefndu Bjarna Benediktsson. Það munar því rúmlega 7 prósentustigum á þeim Bjarna og Kristrúnu. Aðrir voru nefndir mun sjaldnar.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 967, en þeir eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 16. til 20. desember 2022.
Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar á helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.
Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er.