Maskína og MMR ætla frá og með 1. janúar nk. að sameina krafta sína undir hatti Maskínu. Með sameiningunni verður til eitt öflugasta rannsóknarfyrirtæki landsins sem mun kappkosta að mæta gæðakröfum íslenskra fyrirtækja og stofnana.
Markmiðið er sem fyrr að bjóða upp á gæðakannanir, stuttar boðleiðir og afbragðsþjónustu. Þekking sameinaðs fyrirtækis verður bæði meiri og byggir á breiðari grunni og hlökkum við mikið til að takast á við nýjar áskoranir og nýsköpun í síbreytilegu umhverfi viðskiptalífsins.
Í stjórnendahópi Maskínu býr áratugareynsla. Maskína var stofnuð 2010 af Þóru Ásgeirsdóttur og dr. Þorláki Karlssyni sem bæði hafa starfað á þessum vettvangi í áratugi. Ólafur Þór Gylfason stofnaði MMR árið 2006 en hann hafði áður unnið sem stjórnandi rannsókna fyrir mörg af helstu markaðsfyrirtækjum heims. Þorlákur verður áfram rannsóknarstjóri Maskínu, Ólafur Þór sviðsstjóri markaðsrannsókna og Þóra verður framkvæmdastjóri. Auk þeirra starfar hjá fyrirtækinu öflugur hópur starfsfólks með fjölbreytta reynslu og þekkingu.
Á sama tíma viljum við þakka þeim fjölmörgu sem hafa tekið þátt í könnunum okkar á árinu og óskum landsmönnum farsældar á nýju ári.
Með hátíðarkveðjum,
starfsfólk Maskínu