Maskína hefur frá áramótum spurt um ánægju fólks með störf ríkisstjórnar annars vegar og stjórnarandstöðu hins vegar. Í þeim mælingum kemur fram að ánægja með störf ríkisstjórnarinnar mældist mest í apríl þegar 48,2% sögðust ánægð með störf ríkisstjórnarinnar og í maí þegar 47,7% sögðust ánægð með þeirra störf. Síðan þá hefur ánægjan minnkað örlítið með hverri mælingu og mælist nú 37% í nýjustu Maskínukönnun sem gerð var fyrstu daga septembermánaðar. Þá mældist ánægja með störf ríkisstjórnarinnar í fyrsta skipti minni en í upphafi árs.
Einnig hefur verið spurt um ánægju fólks með störf stjórnarandstöðuflokkana og mælist sú ánægja mun minni í síðustu tveimur mælingum Maskínu en fyrri mælingum á árinu. Í ágúst sögðust 10,4% vera ánægð með störf stjórnarandstöðunnar og 10,9% í Maskínukönnun í september.
Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar á helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.
Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er.