Könnun Maskínu fyrir Miðbæjarfélagið um göngugötur í Reykjavík hefur að undanförnu verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Þar sem rangar tölur úr könnuninni hafa komið fram í fjölmiðlum vill Maskína koma eftirfarandi leiðréttum niðurstöðum á framfæri.
Í könnuninni voru íbúar höfuðborgarsvæðisins spurðir hvort þeir væri hlynntir eða andvígir því að Laugavegur og Bankastræti, frá Hlemmi og að Þingholtsstræti, og neðri hluti Skólavörðustígs yrði gerður að göngugötu allt árið um kring. Þar voru 44,2% íbúa höfuðborgarsvæðisins andvíg því, 41,1% voru hlynnt því, en 14,7% voru í meðallagi hlynnt og andvíg.
Í sömu könnun voru íbúar höfuðborgarsvæðisins spurðir hvort þeir væru líklegri eða ólíklegri að heimsækja miðborg Reykjavíkur ef af breytingunni yrði. Þar töldu 35,6% sig ólíklegri til að heimsækja miðborg Reykjavíkur ef af breytingunni yrði, 27,0% líklegri en 37,4% töldu sig hvorki líklegri né ólíklegri eða að það myndi engu breyta.
Svarendur voru 970 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru 18 ára og eldri af öllu höfuðborgarsvæðinu. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því íbúa höfuðborgarsvæðisins á umræddum aldri prýðilega. Könnunin fór fram dagana 3. til 12. mars 2020.