Samkvæmt nýrri könnun Maskínu borða Íslendingar að meðaltali 2,6 bollur á hinum árlega bolludegi. Ríflega fjórðungur svarenda segist borða 2 bollur en tæplega 17% borða minna en 1 bollu. Þá eru rúmlega 5% svarenda segjist borða fleiri en 7 bollur en sá svarandi sem borðar flestar bollur sagðist borða 24 bollur.
Þegar svörin eru greind eftir bakgrunni svarenda má sjá að karlar borða fleiri bollur en konur, íbúar á Austurlandi meira en íbúar annarra landsvæða og þeir sem hafa fjölskyldutekjur á bilinu 550-799 þúsund meira en svarendur í öðrum fjölskyldutekjuhópum. Þá vekur athygli að svarendur í yngsta aldurshópnum borða færri bollur en þeir sem eldri eru.