Meðmæling Maskínu byggir á mælingum á því hversu líklegt fólk er til að mæla með (eða hallmæla) fyrirtækjum sem þau hafa átt viðskipti við. Niðurstöður mælinganna gefa góða tilfinningu fyrir stöðu fyrirtækja á íslenskum markaði enda hafa rannsóknir sýnt að meðmæli eru stór áhrifaþáttur í ákvörðunartöku neytenda um hvort stofna eigi til viðskiptasambands við fyrirtæki.
Fyrirtæki sem skara fram úr ár hvert fá í viðurkenningarskyni afhent afreksmerki Meðmælingar Maskínu. Í uppgjöri fyrir árið 2022 reyndust Auður, dóttir Kviku, Vefverslun Krónunnar og Blush kynlífstækjaverslun hlutskörpust þeirra 145 fyrirtækja sem mælingin náði yfir. Þá fengu einnig viðurkenningu þau fyrirtæki sem reyndust hlutskörpust á hverjum markaði.
Í flokki fjáramála- og tryggingastarfsemi reyndist Auður, dóttir Kviku, hlutskörpust af 15 mældum fyrirtækjum sem voru:
- Arion banki
- Auður⭐
- Aur
- Ergo
- Íbúðalánasjóður
- Íslandsbanki
- Landsbankinn
- Lykill
- Menntasjóður námsmanna (áður Lín)
- Netgíró
- Síminn Pay
- Sjóvá
- TM
- Vís
- Vörður
Í flokki fyrirtækja í Almannaþjónustu var Dropp hlutskarpast þeirra 14 fyrirtækja sem voru mæld:
- Aðalskoðun
- DHL
- Dropp⭐
- Endurvinnslan
- FedEx
- Frumherji
- Íslenska gámafélagið
- Pósturinn
- Securitas
- Sorpa
- Terra
- Tékkland
- TVG-Zimsen
- Öryggismiðstöðin
Af níu fyrirtækjum flokki áskriftarþjónustu fékk Spotify hæsta Meðmælingu:
- Disney+
- Netflix
- Sjónvarp Símans
- Sjónvarpsþjónusta Símans
- Spotify⭐
- Storytel
- Stöð 2
- Viaplay
- Vodafone sjónvarp
Í flokki bifreiðaumboða kom Toyota út á toppi fimm mældra fyrirtækja:
- Askja
- BL
- Brimborg
- Hekla
- Toyota⭐
Af fjórum fjarskiptafyrirtækjum heyrðust hæst meðmæli með Hringdu:
- Hringdu⭐
- NOVA
- Síminn
- Vodafone
Í flokki 18 frábærra framleiðslufyrirtækja reyndist Arna hlutskörpust:
- Ali
- Arna⭐
- CCEP (áður Vífilfell)
- Freyja
- Gæðabakstur / Ömmubakstur
- Góa
- Holta kjúklingur
- Kaffitár
- Kjarnafæði
- MS (Mjólkursamsalan)
- Myllan
- Nói Siríus
- Norðlenska / Goði
- Ölgerðin Egill Skallagrímsson
- Sölufélag garðyrkjumanna
- SS (sláturfélag Suðurlands)
- Stjörnugrís
- Te & Kaffi
Af fjórum mældum líkamsræktarstöðvum reyndist mestur meðbyr með Hreyfingu:
- Hreyfing⭐
- Reebook Fitness
- Sporthúsið
- World Class
Af 13 fyrirtækjum á orkumarkaði kom Costco bensínstöð efst út:
- Atlantsolía
- Costco bensínstöð⭐
- HS Orka
- HS Veitur
- N1
- Norðurorka
- Olís
- ON (Orka Náttúrunnar)
- Orkan
- Orkusalan
- ÓB
- RARIK
- Veitur
Af níu mældum fyrirtækjum í samgönguþjónustu stökk Hopp örugglega á toppinn:
- EasyJet
- Hopp⭐
- Hreyfill
- Icelandair
- Nice Air
- Norwegian Air
- Play
- Strætó
- Wizz Air
Í flokki smásöluverslunar voru 33 fyrirtæki mæld og þar reyndust tveir sigurvegarar. Annars vegar Vefverslun Krónunnar sem var hlutskörpust og kynlífstækjaverslunin Blush sem skipaði þriðja sæti á heildarlista þeirra 145 fyrirtækja sem mælingin náði yfir
- A4
- Apótekarinn
- Bauhaus
- Blush⭐
- Bónus
- Byko
- Costco
- Eirberg
- Elko
- Fjarðarkaup
- Flügger
- Hagkaup
- Heimilistæki
- Heimkaup
- Húsasmiðjan
- Húsgagnahöllin
- Iceland
- IKEA
- Ilva
- Kringlan
- Krónan
- Lyf og heilsa
- Lyfja
- Lyfjaver
- Mettó
- Múrbúðin
- Penninn Eymundsson
- Rúmfatalagerinn
- Slippfélagið
- Smáralind
- Vefverslun Krónunnar⭐
- Vefverslun Nettó
- Vínbúðin
Alls voru 9 vefþjónustur mældar og í þeim flokki fékk Dineout bestu meðmælin:
- Aha
- Alfreð
- Bland
- Dineout ⭐
- Dohop
- Hópkaup
- Meniga
- Skatturinn
- Tix
Í flokki veitingastaða tók könnunin til 12 og þar kom Tokyo Sushi best út:
- American style
- Domino‘s
- Hamborgarbúllan
- Hamborgarfabrikkan
- Hlöllabátar
- Hraðlestin
- KFC
- Nings
- Pizzan
- Serrano
- Subway
- Tokyo Sushi ⭐