Ásmundur Pálsson stjórnandi gagnaöflunar og úrvinnslu

Ásmundur er með BSc gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur mikinn áhuga á framkvæmd kannana og tölfræðilegri úrvinnslu þeirra. Í upphafi hóf Ásmundur störf hjá Maskínu tímabundið sem lærlingur í vettvangsnámi sem hluti af sálfræðináminu en var fastráðinn eftir útskrift. Hann hefur starfað á ýmsum vettvangi, t.d. við blaðaútburð, sem verkamaður, lagerstarfsmaður, skósali, bílstjóri, lyklasmiður o.fl.

Hafðu samband við Ásmund með tölvupósti (asmundur (hjá) maskina.is) eða í síma 847 5537.

Birgir Rafn Baldursson viðskiptatengill

Birgir er með BSc gráðu í Human Factors Psychology frá Embry Riddle Aeronautical University í Bandaríkjunum frá árinu 2016. Hann starfaði lengi sem knattspyrnuþjálfari hjá Stjörnunni og hefur auk þess starfað sem gjaldkeri í banka og sem ráðgjafi á geðdeild Landspítalans.

Hafðu samband við Birgi í tölvupósti (birgir (hjá) maskina.is) eða í síma 616 7757.

Eva Björg Ægisdóttir gagnaöflun og úrvinnsla

Eva er með MSc gráðu í alþjóðamálum frá Tækniháskólanum í Þrándheimi og BA gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur unnið margvísleg störf með náminu, þar á meðal á þróunarsviði VÍS tryggingafélags, aðstoðamaður við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og sem starfsmaður á alþjóðasviði hjá utanríkisráðuneytinu í Noregi. Þá hefur hún starfað sem fyrsta flugfreyja hjá flugfélaginu Wow Air.

Hafðu samband við Evu í tölvupósti (eva (hjá) maskina.is) eða í síma 626 5871.

Hrafn Ingason gagnaöflun og úrvinnsla

Hrafn er með MSc gráðu í rannsóknarsálfræði frá Lundarháskóla í Svíþjóð og BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur mikinn áhuga á hegðun og frammistöðu og hefur fulla trú á því að það sé alltaf hægt að gera betur (með hjálp góðra rannsókna og gagna). Hrafn hefur mest unnið með hegðun barna og unglinga, þar á meðal sem ráðgjafi á BUGL, sérkennari á leikskóla og sem persónulegur ráðgjafi.

Hafðu samband við Hrafn í tölvupósti (hrafn (hjá) maskina.is) eða í síma 844 0990.

Hrefna Hjartardóttir gagnaöflun og úrvinnsla

Hrefna er með MAS gráðu í hagnýtri tölfræði frá Háskóla Íslands og BSc gráðu í landfræði, einnig frá Háskóla Íslands. Sem lokaverkefni í tölfræðináminu rannsakaði Hrefna brottfall nemenda í stærðfræðigreiningu við Háskóla Íslands með lifunargreiningu. Hrefna hefur starfað sem dæmatímakennari í tölfræði við raunvísindadeild Háskóla Íslands og sem einkakennari í stærðfræði. Hrefna hefur einnig starfað á Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar og hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta.

Hafðu samband við Hrefnu í tölvupósti (hrefna (hjá) maskina.is) eða í síma 690 7681.

María Mjöll Björnsdóttir gagnaöflun og úrvinnsla

María Mjöll er að ljúka BSc gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur mikinn áhuga á tölfræði, fólki og samskiptum. María Mjöll hefur unnið við ýmis störf, til dæmis við veitingaþjónustu, en lengst af á leikskóla.

Hafðu samband við Maríu í tölvupósti (maria (hjá) maskina.is) eða í síma 696 8495.

Skúli Þorláksson gagnaöflun og úrvinnsla

Skúli er að ljúka fjarnámi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Hann hefur starfað hjá Maskínu undanfarin ár. Áður starfaði Skúli við verslunarstörf.

Hafðu samband við Skúla í tölvupósti (skuli (hjá) maskina.is).

Þorkell Stefánsson gagnaöflun og úrvinnsla

Þorkell er með MSc og BSc gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands. Hann vann í 10 ár hjá Háskóla Íslands við tölfræðilega úrvinnslu spurningalista sem voru lagðir fyrir ferðamenn víða um land og kenndi dæmatíma í ferðamálafræði og tölfræði í nokkrar annir. Síðustu ár hefur Þorkell æft og þjálfað spretthlaup og verið styrktarþjálfari boltaíþróttafólks. Með vinnu er hann í diplómanámi í rannsóknaraðferðum félagsvísinda við Háskóla Íslands.

Hafðu samband við Þorkel í tölvupósti (thorkell (hjá) maskina.is) eða í síma 692 7323.

Þorlákur Karlsson rannsóknarstjóri

Þorlákur er með doktorsgráðu í sálfræði með aukagrein í rannsóknaraðferðum og tölfræði frá West Virginia University í BNA. Þorlákur var rannsóknarstjóri hjá Gallup í nokkur ár, sem og lektor og dósent í aðferðafræði við Háskóla Íslands. Á árunum 2004-2009 var hann forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, sem og forseti kennslufræði- og lýðheilsudeildar árin 2009-2011 við sama skóla. Frá árinu 2011 hefur hann verið dósent í sálfræði við HR með starfi sínu sem rannsóknarstjóri Maskínu. Þorlákur hefur margra ára reynslu af gerð og uppbyggingu rannsókna, kennslu aðferðafræði rannsókna og tölfræði á háskólastigi, auk þess sem hann hefur sinnt margvíslegum rannsóknum á aðferðum spurningakannana.

Hafðu samband við Þorlák í tölvupósti (thorlakur (hjá) maskina.is) eða í síma 825 6420.

Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri

Þóra lauk MBA prófi frá HÍ 2008. Hún er með BA próf í félags- og fjölmiðlafræði, einnig frá HÍ, og stundaði auk þess nám í hagnýtri fjölmiðlun. Þóra hefur starfað við kannanir frá árinu 1984, fyrst hjá Félagsvísindastofnun, síðar Hagstofunni en lengst af sem forstöðumaður Viðhorfsrannsóknarsviðs Gallup. Þóra hefur áralanga reynslu í markaðs- og viðhorfsrannsóknum og ráðgjöf – meðal annars í öllum þáttum í undirbúningi og gerð rannsókna svo og framkvæmd þeirra – gerð spurningakannana og sölu á rannsóknum til fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka. Þóra rak eigið ráðgjafafyrirtæki, Kná ehf., á árunum 2006-2010 eða þar til hún stofnaði Maskínu ásamt Þorláki árið 2010.

Hafðu samband við Þóru í tölvupósti (thora (hjá) maskina.is) eða í síma 896 4427.

Þóra Þorgeirsdóttir viðskiptatengill

Þóra er með doktorsgráðu í mannauðsstjórnun frá Cranfield háskóla í Bretlandi og Msc og BA gráður frá Háskóla Íslands. Hún hefur stundað rannsóknir á mannauð í Hollandi, Belgíu, Bretlandi og á Íslandi. Hún hefur sérstakan áhuga á sveigjanleika í vinnu og hefur haldið erindi um þann málaflokk á ráðstefnum og vinnustofum víðsvegar um heim. Hún bjó í mörg ár í Hollandi og starfaði áður sem stjórnandi í ferðaþjónustu. Þóra kennir einnig í Háskólanum á Bifröst og hefur mikla ástríðu fyrir hönnun vandaðra rannsókna sem hjálpa fyrirtækjum að efla mannauð sinn.

Hafðu samband við Þóru í tölvupósti (tht (hjá) maskina.is) eða í síma 853 5552.