SAMA HAMINGJA, MINNI TILHLÖKKUN, JÓLAHLAÐBORÐ OG JÓLABOÐ, OG FLEIRI JÓLATÓNLEIKAR

Heim / Fréttir / SAMA HAMINGJA, MINNI TILHLÖKKUN, JÓLAHLAÐBORÐ OG JÓLABOÐ, OG FLEIRI JÓLATÓNLEIKAR

Þessi könnun leiðir í ljós að hátt í helmingur fólks hlakkar mikið til jólanna en tæplega 17% hlakka lítið eða ekkert til þeirra. Tilhlökkunin er aðeins minni en í desember 2015. Konur hlakka meira til jólanna en karlar, tilhlökkunin er óháð aldri en vex heldur með auknum tekjum og menntun. Þá hlakka þeir sem eru einir í heimili mun síður til jólanna en aðrir og tilhlökkun eykst mjög mikið með stærri fjölskyldum og fleiri ættingjum. Til dæmis má benda á að hærra hlutfall þeirra sem segjast eiga fáa eða enga fjölskyldumeðlimi eða ættingja hlakka lítið en mikið til jólanna. Aukin tilhlökkun helst mjög í hendur við meiri hamingju en er óháð stjórnmálaskoðun.

Einnig var spurt um jólakvíða, jólahlaðborð, jólatónleika og fleira áhugavert sem fram kemur í skýrslunni hér að neðan.

Svarendur voru 837 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er panelhópur fólks (þjóðhópur) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 14.- 21. desember 2016.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.

Aðrar fréttir