12 fyrirtæki hljóta Meðmælingu Maskínu 2023

Heim / Fréttir / 12 fyrirtæki hljóta Meðmælingu Maskínu 2023

Meðmæling Maskínu er árleg þjónustukönnun þar sem fólk er spurt hversu líklegt það er til að mæla með þjónustu þeirra fyrirtækja sem það leitar að jafnaði til. Tilgangur könnunarinnar er að vekja athygli á fyrirtækjum sem veita almenningi frábæra þjónustu og hvetja fyrirtæki um leið til að veita góða þjónustu.

Fyrirtæki sem skara fram úr ár hvert fá í viðurkenningarskyni afhent afreksmerki Meðmælingar Maskínu. Í uppgjöri fyrir árið 2023 reyndist Indó hlutskarpast þeirra 174 fyrirtækja sem mælingin náði til. Þá fengu einnig viðurkenningu þau fyrirtæki sem reyndust hlutskörpust í 12 verðlaunaflokkum.

Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Indó, tók við viðurkenningu frá Rakel Gyðu Pálsdóttur, viðskiptastjóra hjá Maskínu.

Fyrirtækin sem fengu besta Meðmælingu fyrir veitta þjónustu árið 2023 voru:

Arna (framleiðslufyrirtæki)

Blush (smásöluverslun)

Costco bensínstöð (orkufyrirtæki)

Dropp (almannaþjónusta)

Hopp (samgöngur)

Hreyfing (líkamsræktarstöðvar)

Hringdu (fjarskiptafyrirtæki)

Indó (fjármála- og tryggingastarfsemi)

Noona (vefþjónusta)

Spotify (áskriftarþjónusta)

Tesla á Íslandi (bifreiðaumboð)

Tokyo Sushi (veitingastaðir)

 

Maskína óskar fyrirtækjunum 12 hjartanlega til hamingju með árangurinn og sendir þeim kærar þakkir fyrir frábæra þjónustu!

Heildarlista yfir fyrirtækin í könnuninni má finna hér.

 

Aðrar fréttir