Ólík viðhorf bæði til veggjalda og einkaframkvæmdar í samgöngum

Home / Fréttir / Ólík viðhorf bæði til veggjalda og einkaframkvæmdar í samgöngum

Hartnær 30% Íslendinga eru hlynnt auknum einkaframkvæmdum í samgöngumálum en næstum þriðjungur er andvígur þeim. Stærsti hópurinn, eða ríflega 38%, er beggja blands. Þá eru um 40% hlynnt veggjöldum ef þau flýta fyrir vegaframkvæmdum og önnur 40% andvíg þeim (20% liggja þar á milli).

Karlar eru fremur hlynntir auknum einkaframkvæmdum í samgöngum (36,4%) en konur (21,7%). Þá eru elstu Íslendingar hlynntastir einkaframkvæmd (41,3%), en yfir helmingur þeirra yngstu er á milli þess að vera hlynntur og andvígur. Þá eykst stuðningur við aukinni einkaframkvæmd í samgöngum með hærri tekjum fólks.

Eins og búast mátti við skiptir miklu máli hvar í flokki svarendur eru hvort þeir séu hlynntir eða andvígir aukinni einkaframkvæmd í samgöngumálum. Þannig eru um 60% kjósenda Sjálfstæðisflokksins hlynnt einkaframkvæmd og ríflega helmingur kjósenda Viðreisnar annars vegar, en aðeins rúmlega 9% kjósenda Flokks fólksins eru hlynnt einkaframkvæmd hins vegar. Þá er um fimmtungur kjósenda Pírata, Samfylkingar og Vinstrihreyfingar – græns framboðs hlynntur einkaframkvæmd í samgöngum og í kringum 30% kjósenda Framsóknarflokksins og Miðflokksins.

Líkt og með einkaframkvæmd í samgöngum eru elstu Íslendingar hlynntari veggjöldum sem myndu flýta fyrir vegaframkvæmdum en þeir yngri, eða um helmingur þeirra. Þá eykst stuðningur við veggjöld með lengri skólagöngu og hærri tekjum.

Skoðun á veggjöldum sem flýttu fyrir vegaframkvæmdum skiptist eftir flokkspólitík svipað og skoðun á einkaframkvæmd í samgöngum. Meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins (56,7%) og Viðreisnar (57,0%) er hlynntur slíkum veggjöldum, en aðeins sjöundi partur kjósenda Flokks fólksins (26,8%).

Svarendur voru 817 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 14.-28. desember 2018.

Skýrsluna í PDF formi má nálgast hér.

Related Posts
maskina.is
Yfirlit

Maskína vekur athygli á að þegar farið er inn á maskina.is vistast vefkökur í tölvu notandans. Vefkökur eru smáar texta­skrár sem greina heim­sókn­ir og geyma kjörstill­ing­ar með það að mark­miði að bæta not­enda­upp­lif­un. Flestir vafrar taka sjálfvirkt við vefkökum. Vilj­ir þú ekki njóta ávinn­ings­ins af vefkökum get­ur þú af­virkjað þenn­an eig­in­leika í vafr­an­um þínum.