Íslendingar eiga í tíðari samskiptum við móður sína en föður

Home / Uncategorized @is / Íslendingar eiga í tíðari samskiptum við móður sína en föður

Þegar þeir Íslendingar sem eiga foreldra á lífi eru spurðir að því hversu oft þeir tali við móður sína og föður kemur í ljós að 58% þeirra tala við móður sína fjórum sinnum í viku eða oftar samanborið við rúm 43% sem tala svo oft við föður sinn.

 

Konur eru í tíðari samskiptum við móður sína en karlar. Rúmlega 72% kvenna tala fjórum sinnum í viku eða oftar við móður sína samanborið við rúm 39% karla. Þá virðast konur og karlar vera í álíka miklum samskiptum við föður sinn en tæp 42% kvenna og rúm 45% karla tala við föður sinn fjórum sinnum í viku eða oftar.

Related Posts
maskina.is
Yfirlit

Maskína vekur athygli á að þegar farið er inn á maskina.is vistast vefkökur í tölvu notandans. Vefkökur eru smáar texta­skrár sem greina heim­sókn­ir og geyma kjörstill­ing­ar með það að mark­miði að bæta not­enda­upp­lif­un. Flestir vafrar taka sjálfvirkt við vefkökum. Vilj­ir þú ekki njóta ávinn­ings­ins af vefkökum get­ur þú af­virkjað þenn­an eig­in­leika í vafr­an­um þínum.