Þjónustuvitar

Upplýsingar frá viðskiptavinum eða þeim sem þiggja þjónustu eru fyrirtækjum og stofnunum í framþróun mjög mikilvægar. Maskína hefur mikla reynslu af slíkum þjónustukönnunum fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök, sem og fleiri.

Við spyrjum viðskiptavini þína fyrir þig.

Starfsmannavitar

Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind fyrirtækja og til að tryggja árangur er mikilvægt að vita hvernig starfsfólki líður, hvernig því gengur að vinna saman og hvernig það upplifir vinnustaðinn.

Við spyrjum starfsmennina þína fyrir þig.

Almenningsvitar

Maskína spyr reglulega fólk af öllu landinu ýmissa spurninga í spurningavagni Maskínu. Maskínuvagninn er kjörinn vettvangur fyrir fyrirtæki og stofnanir til að mæla ímynd, traust, þekkingu, vitund og viðhorf Íslendinga til sín og/eða samkeppnisaðila.

Við spyrjum almenning fyrir þig.

Rannsóknir

Maskína sérhæfir sig í að spyrja fyrir þig. Hvort sem þú vilt spyrja almenning, viðskiptavini, starfsmenn eða stjórnendur fyrirtækja, þá vitum við hvernig best er að spyrja.

Flestar kannanir eru lagðar fyrir rafrænt og/eða í síma, en auk þess býður Maskína upp á rýnihópa, vefumræðuborð, djúpviðtöl og umsjón atkvæðagreiðslna.

Viltu vita meira?