Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs er afar eldfimmt um þessar í mundir og miklar hörmungar sem ríða yfir íbúa á svæðinu. Í kjölfar þeirra vaxandi stríðsátaka sem þar eiga sér stað hefur atkvæðagreiðsla Íslands vegna stöðunnar á Gaza hefur verið mikið á milli tannanana á fólki að undanförnu. Maskína spyr almenning um málefni líðandi stundar hverju sinni og því lögðum við fyrir spurninu um viðhorf til þess hvernig Ísland ráðstafaði sínu atkvæði á þingi Sameinuðu þjóðanna.
13% ánægð með ráðstöfunina
Niðurstöðurnar sýna að 13% aðspurðra voru ánægð með hvernig Ísland ráðstafaði sínu atkvæði. Ánægjan er mest meðal kjósenda Miðslokks og Sjálfstæðisflokks. Athygli vekur að kjósendur hinna tveggja ríkisstjórnarfokkanna eru ekki á sama máli og er yfir helmingur kjósenda Framsóknar óánægður með atkvæðagreiðsluna og yfir 77% kjósenda VG.
Þá var einnig munur á viðhorfi eftir aldurshópum þar sem ánægjan með ráðstöfunina jókst með auknum aldri.
Ítarlegri niðurstöður má nálgast hér.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 937, en þeir eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram 3. til 7. nóvember 2023.
Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar á helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.
Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er.