Í tilefni fréttar Mbl. um kannanir um Evrópumál

Home / Fréttir / Í tilefni fréttar Mbl. um kannanir um Evrópumál

Í dag, þriðjudaginn 13. janúar, birtist frétt um könnun Maskínu um Evrópumál. Þetta er könnun sem gerð var í desember. Spurningarnar voru lagðar fyrir í Maskínuvagni þar sem lagðar eru fyrir spurningar um ýmis málefni. Þar voru meðal annars lagðar fyrir spurningar fyrir Kryddsíldarþátt Sýnar sem unnar voru fyrir Sýn en einnig spurningar sem unnar voru fyrir ýmsa kaupendur. Í umræddri könnun voru lagðar fyrir 2 spurningar um Evrópumál ein fyrir Kryddsíldina og ein fyrir annan kaupanda. Undirrituð biðst afsökunar á því að hafa gert þau mistök í samtali við Andrés Magnússon blaðamann Morgunblaðsins að hafa sagt að báðar spurningarnar hafi verið unnar fyrir Sýn það er ekki rétt og hörmum við það. Viðkomandi kaupandi hinnar spurningarinnar á því fyrsta birtingarétt og það er honum í sjálfsvald sett hvort hann birtir niðurstöður opinberlega.

Í öllum tilvikum á kaupandi rannsóknar fyrsta birtingarétt en Maskína birtir gjarnan í kjölfarið fréttir af niðurstöðum á sínum samfélagsmiðlum. Í þeim tilvikum sem Maskína gerir kannanir að eigin frumkvæði eru niðurstöður sendar á fjölmiðla þær birtar á heimasíðu Maskínu og þar eru því margar áhugaverðar fréttir með niðurstöðum úr ýmsum spurningum.

Virðingarfyllst,
Þóra Ásgeirsdóttir

Related Posts
maskina.is
Yfirlit

Maskína vekur athygli á að þegar farið er inn á maskina.is vistast vefkökur í tölvu notandans. Vefkökur eru smáar texta­skrár sem greina heim­sókn­ir og geyma kjörstill­ing­ar með það að mark­miði að bæta not­enda­upp­lif­un. Flestir vafrar taka sjálfvirkt við vefkökum. Vilj­ir þú ekki njóta ávinn­ings­ins af vefkökum get­ur þú af­virkjað þenn­an eig­in­leika í vafr­an­um þínum.