Þrisvar á ári er birtur Borgarviti Maskínu þar sem koma fram viðhorf borgarbúa um hitt og þetta sem snýr að störfum borgarstjórnar. Helstu breytingar á fylgi flokkanna í borginni frá síðustu mælingu í ágúst er að sjá á fylgi Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks sem hvort um sig bæta við sig þremur prósentustigum. Samfylkingin mælist, eins og síðast, stærst með fjórðungs fylgi sem er sambærilegt og í Borgarvitanum í ágúst.
Í Borgarvitanum er einnig spurt um hvaða borgrfulltrúi hefur staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili og þar skera þau Sanna Magdalena, fulltrúi sósíalista, og Dagur B, fulltrúi Samfylkingar og fyrrverandi borgarstjóri, sig frá öðrum. 25% aðspurðra sögðu Sönnu hafa staðið sig best og 21% Dag. Næst á eftir þeim er það Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sem 14% telja hafa staðið sig best.
Ítarlegri niðurstöður Borgarvitans er að finna í pdf-skýrslu hér.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 1.096, en þeir eru á aldrinum 18 ára og eldri og búsettir í Reykjavík. Könnunin fór fram 8. – 20. nóvember 2024.
Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar til helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.
Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er