Í Borgarvita Maskínu eru borgarbúar spurðir um viðhorf þeirra til starfa meirihluta og minnahluta í borgarstjórn, starfa borgarstjórans auk þess sem fylgi flokkanna í Reykjavík er kannað. Niðurstöður Borgarvitans nú í ágúst sýna að óánægja með störf borgarstjóra, Heiðu Bjargar, hefur aukist um 5 prósentustig frá síðustu mælingu. Viðhorf borgarbúa til starfa bæði minnihlutans og meirihluta sýna að talsvert fleiri eru óánægðir en ánægðir. En um 21% svarenda er ánægður með störf meiri hlutans en aðeins 10% með störf minni hlutans.
Eins og í fyrri Borgarvitum er Sanna Magdalena, fulltrúi sósílisti, sú sem flestir segja hafa staðið sig best á kjörtímabilinu eða 24% svarenda. Á eftir henni kemur Hildur Björnsdóttir en 17% segja hana hafi staðið sig best.
Nálgast má niðurstöður úr Borgarvita Maskína hér í heild.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 1.029, en þeir íbúar Reykjavíkur og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina með tilliti til kyns, aldurs, búsetu og menntunar. Könnunin fór fram dagana 18. til 25. ágúst 2025.
Í spurningavögnum Maskínu, sem lagðar eru fyrir almenning reglulega, er að finna spurningar um málefni líðandi stundar. Þessar spurningar eru samdar af starfsfólki Maskínu. Niðurstöður eru birtar á heimasíðu Maskínu og einnig sendar á helstu fjölmiðla landsins. Maskína birtir ekki fréttir upp úr könnunum sem unnar eru fyrir aðra eða eru kostaðar af öðrum né sendir út fréttatilkynningar um niðurstöður þeirra.
Í könnunum Maskínu er þess gætt sérstaklega að úrtök endurspegli fjölbreytileika samfélagsins – svo sem hvað varðar aldursdreifingu, búsetu og menntunarstig. Upplýsingar um dreifingu svarenda eftir ólíkum hópum eru birtar með niðurstöðum hverju sinni svo fjölmiðlar og aðrir notendur geti lagt sjálfstætt mat á gæði mælinganna og hvaða viðhorf þær endurspegla.
Notkun á efni af heimasíðu Maskínu er heimil svo fremi sem vísað sé til heimilda og þess sé getið skýrt hver uppruni gagnanna er.