Rýnihópar

Með rýnihópum gefst fyrirtækjum og stofnunum kostur á að rýna í heim síns markhóps eða starfsmannahóps. Við gerum rýnihópa meðal starfsmanna, viðskiptavina, ungra, gamalla, kjósenda ákveðinna flokka, þeirra sem nota ákveðna vöru eða þjónustu og allra hinna hópanna.

Rýnihópar eiga vel við þegar viðskiptavin vantar miklar eða ítarlegar upplýsingar frá markhópum eða hluta hans og eru jafnan mjög hugmyndagefandi. Maskína útbýr rýniramma í samvinnu við viðskiptavininn þar sem ákveðið er hvað skuli fjalla um. Þá eru kallaðir saman 6-10 manna hópar og stjórnandi leggur viðeigandi spurningar fyrir hópana til að skapa umræðu.

Rýnihópar eiga vel við þegar afla þarf hugmynda um nýjungar, spyrja álits á atburðum, stjórnun eða öðru þess háttar og þegar þátttakendur þurfa að horfa eða hlusta á ákveðið efni. Einnig eiga rýnihópar vel við þegar kafa þarf betur ofan í starfsmannamál, t.d. í kjölfar vinnustaðagreiningar.

Viðskiptavinir fá tækifæri til að fylgjast með umræðunum þegar þær fara fram. Niðurstöðum er skilað í skýrslu þar sem aðalatriði umræðnanna eru dregin fram en einnig er handriti af öllu sem sagt er í umræðunum skilað.