RÍFLEGA HELMINGUR ÍSLENDINGA HLYNNTUR ÞVÍ AÐ LEYFA STAÐGÖNGUMÆÐRUN Á ÍSLANDI

Heim / Fréttir / RÍFLEGA HELMINGUR ÍSLENDINGA HLYNNTUR ÞVÍ AÐ LEYFA STAÐGÖNGUMÆÐRUN Á ÍSLANDI

Tæplega 52% eru hlynnt því að leyfa staðgöngumæðrun á Íslandi en 23-24% eru henni andvíg.

Karlar eru hlynntari því að leyfa staðgöngumæðrun en konur, eða rúmlega 56% á móti 47-48%. Þeim sem eru hlynntir staðgöngumæðrun fækkar með hækkandi aldri, þar sem um 69% fólks yngri en 25 ára er hlynnt staðgöngumæðrun en 39% þeirra sem eru 55 ára og eldri.

Fólk með háskólapróf er síður hlynnt því að leyfa staðgöngumæðrun en þeir sem hafa styttri skólagöngu, eða 45% á móti um 56-58%.

Kjósendur Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nokkuð frábrugðnir öðrum þar sem rúmlega 41% kjósenda Samfylkingar eru hlynnt því að leyfa staðgöngumæðrun á Íslandi, einungis ríflega 26% kjósenda Vinstri grænna, en á bilinu 54-58% kjósenda hinna flokkanna.

Svarendur, 857 manns, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er panelhópur fólks sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 3.-9. mars 2016. Send var áminning tvisvar sinnum á þá sem ekki höfðu svarað.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.

Aðrar fréttir