Viðskiptavinir

Við spyrjum viðskiptavini þína fyrir þig. Upplýsingar frá viðskiptavinum eða þeim sem þiggja þjónustu eru fyrirtækjum og stofnunum í framþróun mjög mikilvægar. Maskína hefur mikla reynslu af slíkum þjónustukönnunum fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök, sem og fleiri.

Maskína býður upp á staðlaðar þjónustukannanir eða sértækar sem sniðnar eru að þörfum fyrirtækis eða stofnunar sem vill gera þjónustukönnun meðal viðskiptavina eða þjónustuþega. Þá gerir Maskína þjónustukannanir fyrir bæði fyrirtæki sem eru á einstaklings- og á fyrirtækjamarkaði, sem og fyrir opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök.

Við mælum með því að spurningarnar séu tiltölulega fáar og nýtist þeim sem unnið er fyrir beint í tækifæri til að þjóna viðskiptavinum betur. Maskína mælir eindregið með að spurt sé meðal annars um almenna ánægju og tryggð viðskiptavina, auk þátta sem skipta fyrirtæki eða stofnun miklu máli og þá helst að spyrja um þætti sem eru nægjanlega afmarkaðir svo taka megi á þeim í framhaldi af könnun og það sé vilji og geta til að breyta þeim og bæta.

Maskína er með marga tugi spurninga til að velja úr fyrir stofnanir og fyrirtæki og flestra þeirra hefur verið spurt svo oft að fyrirtæki eða stofnun getur fengið samanburð á niðurstöðum þeirra við mörg önnur fyrirtæki og stofnanir, sem byggist oft og tíðum á tugþúsundum svara. Þá endurtekur Maskína gjarnan þjónusturannsóknir fyrir fyrirtæki sem aðrir hafa framkvæmt áður og tryggir þá að fella fyrri meginniðurstöður inn í skýrslu, svo þróun á milli mælinga haldist. Í niðurstöðum er kappkostað að nýta gagnasafnið til fullnustu, meðal annars með einföldum krosstöflum og flóknari greiningum, t.d. áhrifagreiningu þar sem fundnir eru þeir þættir sem skipta mestu máli í sambandi við almenna ánægju viðskiptavinar og tryggð hans. Þannig má útbúa forganglista yfir þá þætti sem brýnast er að taka á til að efla ánægju viðskiptavina og tryggð þeirra.