Við spyrjum starfsmennina þína fyrir þig. Ánægðir starfsmenn eru góðir starfsmenn og til að viðhalda eða auka starfsánægju eru regluleg vinnustaðargreining gagnleg. Upplýsingar úr slíkri greiningu eru stjórnendum mikilvægar til að átta sig á stöðunni innan fyrirtækisins eða stofnunarinnar.

    Hringdu í síma 578 0125

Maskína býður upp vinnustaðargreiningar sniðnar að þörfum hvers vinnustaðar fyrir sig.

Við leggjum áherslu á að leggja fyrir spurningar sem leggjast saman í þætti sem gefa gott yfirlit yfir hversu heilbrigður vinnustaðurinn er. Einnig að hafa kannanirnar stuttar og hnitmiðaðar þannig að það sé ráðrúm til að bregðast við niðurstöðum.

Þá býður Maskína uppá stjórnendamat þar sem hver stjórnandi getur séð frammistöðu sína í samanburði við frammistöðu annarra.

Maskína er með marga tugi spurninga til að velja úr fyrir stofnanir og fyrirtæki og flestra þeirra hefur verið spurt svo oft að fyrirtæki eða stofnun getur fengið samanburð á niðurstöðum þeirra við mörg önnur fyrirtæki og stofnanir, sem byggist oft og tíðum á tugþúsundum svara. Þá endurtekur Maskína gjarnan vinnustaðargreiningar fyrir fyrirtæki sem aðrir hafa framkvæmt áður og tryggir þá að fella fyrri meginniðurstöður inn í skýrslu, svo þróun á milli mælinga haldist.

Í niðurstöðum er kappkostað að nýta gagnasafnið til fullnustu, meðal annars með einföldum krosstöflum, þar sem skoðað er hvort starfsánægja er mismunandi eftir t.d. aldri, starfsaldri eða deildum, og flóknari greiningum, t.d. áhrifagreiningu, þar sem fundnir eru þeir þættir sem skipta mestu máli í sambandi við almenna ánægju starfsmanna og tryggð þeirra. Þannig má útbúa forganglista yfir þá þætti sem brýnast er að taka á til að efla ánægju starfsmanna og tryggð þeirra.