Rafræn atkvæðagreiðsla

Við sjáum um atkvæðagreiðsluna fyrir þig. Hvort sem verið er að kjósa um kjarasamninga, áhersluatriði í komandi kjarasamningum, ákveðið málefni, stjórnarkjör, persónukjör eða annað getur Maskína séð um framkvæmd rafrænnar atkvæðagreiðslu.

Maskína hefur mikla reynslu af því að leggja fyrir rafræna atkvæðagreiðslu, t.d. um kjarasamninga. Með einföldum hætti er hægt að fá fram niðurstöðu á skömmum tíma.
Maskína sér alfarið um að halda til haga öllum svörum kjósenda og tryggir fullkomna nafnleynd. Niðurstöðum er skilað örfáum klukkustundum eftir að kosningu lýkur.