Knattspyrna, þjóðaríþrótt íslendinga

Heim / Fréttir / Knattspyrna, þjóðaríþrótt íslendinga

Fótbolti er uppáhalds íþróttagrein um 30% Íslendinga. Þar á eftir er handbolti í uppáhaldi hjá rúmlega 8% Íslendinga og körfubolti hjá tæplega 6% Íslendinga. Þá eru sund og golf í uppáhaldi hjá rúmlega 5% Íslendinga hvort um sig.

Fótbolti er mun vinsælli hjá körlum en konum en hann er í uppáhaldi hjá rúmlega 44% karla en aðeins á bilinu 16-17% kvenna. Fótbolti er vinsælli hjá þeim sem eru undir þrítugu eða sextugum eða eldri en hjá þeim sem eru milli þrítugs og sextugs. Fótbolti nýtur minnstu vinsælda á Vesturlandi og Vestfjörðum. Þá er einnig munur á vinsældum fótbolta eftir tekjum heimilis og heimilisgerð.

Spurt var „Hver er uppáhalds íþróttagreinin þín?“ Engir svarmöguleikar voru heldur var svarendum leyft að skrifa inn sitt svar. Svarendur voru 848 talsins og 88,3% þeirra tóku afstöðu til spurningarinnar. Svarendur koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 24. apríl – 7. maí 2018.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.

Aðrar fréttir