maskina_haus
Icelandic(IS)English (United Kingdom)

ESOMAR Individual Membership Information

Þjónusturannsóknir

Þjónusturannsóknir eru gerðar meðal viðskiptavina fyrirtækis eða stofnunar en ánægja með þjónustu er einn helsti þáttur í tryggð viðskiptavina. Þegar sérsniðin þjónustukönnun er gerð er spurt almennt um ánægju með þjónustuna, spurt er um marga sértæka þætti í þjónustunni (t.d. um viðmót, áreiðanleika og hraða) og svo um þá þjónustuþætti sem eru sérstakir í framboði fyrirtækisins eða stofnunarinnar.

Það er fyrirtækjum nauðsynlegt að meta þjónustu sína ítarlega eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti, en geta svo beitt Þjónustustikunni, Þjónustustokknum eða Þjónustuhrifmælinum til þess að fá þéttara og ódýrara mat þess á milli. Mikilvægt er að greina niðurstöður eftir bakgrunni viðskiptavina og ekki síst eftir því hvert virði þeirra er fyrir fyrirtækið.

Niðurstöðum er skilað í rafrænni skýrslu og einnig á pappír ef þess er óskað. Í skýrslunni er hver spurning greind eftir helstu bakgrunnsbreytum, svo sem kyni, aldri og búsetu. Einnig öðrum bakgrunnsbreytum ef þess er óskað. Maskína leggur áherslu á að draga fram helstu niðurstöður könnunar, túlka þær og koma þeim til skila til viðskiptavinar. Einnig er settur fram úrbótalisti þegar það á við. Maskína leggur megináherslu á að niðurstöður könnunar nýtist viðskiptavinum sínum í stefnumótun og umbótastarfi.

 
fallhlifarstokkvarar