maskina_haus
Icelandic(IS)English (United Kingdom)

ESOMAR Individual Membership Information

Tegundir kannana

Hjá Maskínu beitum við öllum helstu tegundum aðferða við söfnun gagna, bæði megindlegum og eigindlegum. Þar skiptir máli markmið og eðli rannsóknar svo og hvernig best er að ná til markhópsins. Þar á meðal eru megindlegar aðferðir á borð við símakannanir, vefkannanir, póstkannanir, heimsóknarkannanir og tilraunir. Þá er úr fjölda eigindlegra aðferða að velja, svo sem rýnihópar, djúpviðtöl, fjarumræðuborð, frávarpsaðferðir, sálfræðileg próf og beinar athuganir á viðskiptavinum.

Maskína býður einnig upp á fjölmargar óhefðbundnar rannsóknir og aðferðir. Þar á meðal eru mat og prófanir, ýmiss konar úttektir (t.d. hulduheimsóknir), beinar athuganir á viðskiptavinum, frávarpsaðferðir (e. projective techniques), sálfræðileg próf og tilraunir.