maskina_haus
Icelandic(IS)English (United Kingdom)

ESOMAR Individual Membership Information

Starfsmannakannanir

Líðan starfsfólks á vinnustað hefur mikil áhrif á það hvernig það sinnir starfi sínu. Þar að auki hefur það veruleg áhrif á lífsgleði fólks yfirleitt. Þeir þættir sem veita starfsfólki ánægju í starfi geta auðveldlega haft áhrif á gæði vinnunnar, þjónustunnar sem veitt er og afkomu fyrirtækisins. Þess vegna er mikilvægt að greina þá. Maskína býður upp á aðferðafræði sem greinir hvaða þættir veita fólki aukna starfsánægju. Maskína býður upp á þrenns konar starfsmannamælingar, Starfsmannastikuna, Starfsmannastokkinn og Ítarlega starfsmannakönnun, allt eftir því hversu ítarlega mælingu viðkomandi fyrirtæki vill.  

Niðurstöðum er skilað í rafrænni skýrslu og einnig á pappír ef þess er óskað. Í skýrslunni er hver spurning greind eftir helstu bakgrunnsbreytum, svo sem kyni, aldri, stöðu og starfsreynslu og jafnvel starfsstöð þar sem eru fleiri en ein. Einnig öðrum bakgrunnsbreytum ef þess er óskað. Maskína leggur áherslu á að draga fram helstu niðurstöður könnunar, túlka þær og koma þeim til skila til viðskiptavinar. Einnig er settur fram úrbótalisti.

 
hlaup