maskina_haus
Icelandic(IS)English (United Kingdom)

ESOMAR Individual Membership Information

Djúpviðtöl

Djúpviðtöl eru einstaklingsviðtöl og hafa það fram yfir rýnihópa að viðmælandi gefur einungis spyrjandanum upplýsingar og þær fara ekki inn í hópinn eins og í rýnihópum og fæst þannig óháð skoðun viðmælanda. Á hinn bóginn skapast ekki sama virkni í umræðunum eins og oftast gerist þegar hópur kemur saman.

Djúpviðtöl eru leið til að nálgast mjög fjölbreytilegar upplýsingar frá einstökum þátttakendum. Þar skiptir máli að kafa djúpt og sníða spurningarnar að svörum þátttakanda jafnharðan, þótt spurningarammi sé hafður til hliðsjónar. Þau eiga einnig vel við  ef hópurinn sem þarf  að ná í er mjög upptekinn og ekki tekst að ná öllum á einn stað á sömu stund. Stundum eru einstaklingsviðtöl einnig tekin við einstaka þátttakendur, eftir rýnihópa, ef stjórnandi hefur á tilfinningunni að allar upplýsingar hafi ekki komið fram, t.d. ef um er að ræða starfsmannahóp.

Niðurstöðum úr djúpviðtölum er skilað á þann hátt að kaupandi fær nákvæma lýsingu á viðtali og efni þess en jafnframt þannig að ekki er hægt að rekja einstök ummæli til einstaklinga.

 
fjall