maskina_haus
Icelandic(IS)English (United Kingdom)

ESOMAR Individual Membership Information

Vörumerkja- og tryggðarrannsóknir

Maskína gerir vörumerkjarannsóknir þar sem fyrirtæki og stofnanir eru borin saman hvað snertir viðhorf til vörumerkis, hve vel það er þekkt og tryggð við það. Þannig er staða vörumerkis og staðsetning metin og niðurstöður greindar eftir markhópum fyrirtækis eða stofnunar. Maskína býður upp á þrenns konar vörumerkja- og tryggðarrannsóknir. Vörumerkjastikan er einföld og hagkvæm mæling. Vörumerkjahrifmælinn metur vörumerkið eftir þeim geðhrifum sem það veldur. Vörumerkjastokkurinn er svo öllu ítarlegri og umfangsmeiri.

Niðurstöðum er skilað í rafrænni skýrslu og einnig á pappír ef þess er óskað. Í skýrslunni er hver spurning greind eftir helstu bakgrunnsbreytum, svo sem kyni, aldri og búsetu. Einnig öðrum bakgVrunnsbreytum ef þess er óskað. Maskína leggur áherslu á að draga fram helstu niðurstöður könnunar, túlka þær og koma þeim til skila til viðskiptavinar. Einnig er settur fram úrbótalisti þegar það á við. Maskína leggur megináherslu á að niðurstöður könnunar nýtist viðskiptavinum sínum í stefnumótun og umbótastarfi.

 
tonleikar