maskina_haus
Icelandic(IS)English (United Kingdom)

ESOMAR Individual Membership Information

Viðhorfs- og skoðanakannanir

Maskína leggur áherslu á að leita eftir viðhorfi þjóðarinnar til þeirra mála sem eru efst á baugi hverju sinni. Í viðhorfs- og skoðanakönnunum skiptir miklu máli hvernig spurningar eru orðaðar. Starfsfólk Maskínu hefur áralanga reynslu í orðalagi hlutlausra spurninga.

Viðhorfs- og skoðanakannir nýtast ráðuneytum, stjórnmálaflokkum, stofnunum og félagasamtökum í stefnumótun og upplýsingaöflun.

Niðurstöðum er skilað í rafrænni skýrslu og einnig á pappír ef þess er óskað. Í skýrslunni er hver spurning greind eftir helstu bakgrunnsbreytum, svo sem kyni, aldri og búsetu. Einnig er greint eftir þeim bakgrunnsbreytum sem viðskiptavinurinn óskar eftir og er sá þáttur unnin í samstarfi Maskínu og hvers viðskiptavinar. Maskína leggur áherslu á að draga fram helstu niðurstöður könnunar, túlka þær og koma þeim til skila til viðskiptavinar. Notaðar eru þær greiningar sem við eiga hverju sinni til að varpa sem skýrasta ljósi á niðurstöður og tengsl milli spurninga.

Maskína mun einnig kappkosta að birta niðurstöður til ýmissa þjóðmála sem hæst ber hverju sinni.

 
tonleikar