maskina_haus
Icelandic(IS)English (United Kingdom)

ESOMAR Individual Membership Information

Sérkannanir

Maskína sníður sérkannanir að þörfum hvers viðskiptavinar. Sérkannanir eru annað hvort gerðar meðal úrtaks sem viðskiptavinurinn leggur til eða meðal almennings og þá er úrtak tekið úr Þjóðskrá. Til að tryggja sem best svarhlutfall er haft samband við fólk bæði í gegnum internetið og í síma, ef hvort tveggja símanúmer og netfang er aðgengilegt hjá hverjum þátttakanda.

Niðurstöðum er skilað í rafrænni skýrslu og einnig á pappír ef þess er óskað. Í skýrslunni er hver spurning greind eftir helstu bakgrunnsbreytum, svo sem kyni, aldri og búsetu. Einnig öðrum bakgrunnsbreytum ef þess er óskað. Maskína leggur áherslu á að draga fram helstu niðurstöður könnunar, túlka þær og koma þeim til skila til viðskiptavinar. Einnig er settur fram úrbótalisti þegar það á við. Maskína leggur megináherslu á að niðurstöður könnunar nýtist viðskiptavinum sínum í stefnumótun og umbótastarfi.

 
tonleikar