maskina_haus
Icelandic(IS)English (United Kingdom)

ESOMAR Individual Membership Information

Ímyndarkannanir

Ímynd fyrirtækis meðal viðskiptavina og almennings skiptir lykilmáli fyrir fyrirtækið og afkomu þess. Maskína býður fyrirtækjum og stofnunum að kanna ímyndina bæði á mjög einfaldan hátt með til dæmis Ímyndarstikunni eða Ímyndarhrifmælinum, með Ímyndarstokknum sem er umfangsmeiri eða með ítarlegri sérsniðinni ímyndarkönnun sem tekur á öllum hliðum ímyndarinnar.  Þessar rannsóknir má gera bæði hjá fyrirtækjum og stofnunum og einnig með samanburði við helstu keppinauta á markaði eða aðrar stofnanir.

Mælt er með að ímynd fyrirtækja og stofnana sé mæld reglulega, bæði til þess að sjá almennar breytingar á markaði og til þess að tengja breytingu á ímynd við átak í þjónustu eða markaðsmálum.
Í öllum tegundum ímyndarrannókna er spurt um almennt viðhorf markhópsins (t.d. almennings eða viðskiptavina) til fyrirtækisins eða stofnunarinnar. Þá er völ á fjölda annarra spurninga um ímynd allt eftir hversu ítarleg könnunin er og niðurstöðum er svo skipt m.a. eftir bakgrunni svarenda.

Niðurstöðum er skilað í rafrænni skýrslu og einnig á pappír ef þess er óskað. Í skýrslunni er hver spurning greind eftir helstu bakgrunnsbreytum, svo sem kyni, aldri og búsetu. Einnig öðrum bakgrunnsbreytum ef þess er óskað. Maskína leggur áherslu á að draga fram helstu niðurstöður könnunar, túlka þær og koma þeim til skila til viðskiptavinar. Einnig er settur fram úrbótalisti þegar það á við. Maskína leggur megináherslu á að niðurstöður könnunar nýtist viðskiptavinum sínum í stefnumótun og umbótastarfi.

 
tonleikar