maskina_haus
Icelandic(IS)English (United Kingdom)

ESOMAR Individual Membership Information

Almenningsvagn

Maskína keyrir reglulega Almenningsvagn. Í Almenningsvagni eru ólíkar spurningar frá mörgum kaupendum. Tilviljunarúrtak, fólks á aldrinum 18-75 ára af öllu landinu, er tekið úr Þjóðskrá. Til að tryggja sem best svarhlutfall er haft samband við fólk bæði í gegnum internetið og í síma. Unnið er með um 800 svör. Maskína tryggir gott svarhlutfall.

Niðurstöðum er skilað í rafrænni skýrslu og einnig á pappír ef þess er óskað. Í skýrslunni er hver spurning greind eftir helstu bakgrunnsbreytum, svo sem kyni, aldri og búsetu. Einnig öðrum bakgrunnsbreytum ef þess er óskað. Maskína leggur áherslu á að draga fram helstu niðurstöður könnunar, túlka þær og koma þeim til skila til viðskiptavinar. Einnig er settur fram úrbótalisti þegar það á við. Maskína leggur megináherslu á að niðurstöður könnunar nýtist viðskiptavinum sínum í stefnumótun og umbótastarfi.

 
tonleikar