FYLGI DAVÍÐS ODDSSONAR OG ANDRA SNÆS EYKST FRÁ SÍÐUSTU KÖNNUN MASKÍNU

Heim / Fréttir / FYLGI DAVÍÐS ODDSSONAR OG ANDRA SNÆS EYKST FRÁ SÍÐUSTU KÖNNUN MASKÍNU

Guðni Th. Jóhannessn ber enn höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur í glænýrri nun Maskínu (20.-27. maí 2016), er með um 59%. Munurinn milli Davíðs Oddssonar og Andra Snæs er nú innan við 4 prósentustig, Davíð er með slétt 19% en Andri Snær rúmlega 15%. Davíð hækkar mest frá síðustu könnun. Halla Tómasdóttir er með 3-4% fylgi en aðrir frambjóðendur eru með 1% eða minna. Fjórir af hverjum fimm nefna frambjóðanda í spurningunni.

Meira en þrefalt fleiri karlar en konur styðja Davið, en Guðni á marktækt meiri stuðning meðal kvenna en karla. Fleiri konur en karlar ætla einnig að kjósa bæði Höllu og Andra Snæ.
Andri Snær sækir mest fylgi til yngstu kjósenda en Davíð á mest fylgi meðal þeirra sem eru 55 ára og eldri.
Svarendur voru 839 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er panelhópur fólks sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 20.-27. maí 2016.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.

Aðrar fréttir