maskina_haus
Icelandic(IS)English (United Kingdom)

ESOMAR Individual Membership Information

Fréttir

Rösklega fjórðungur ánægður með nýja ríkisstjórn

Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar nýtur lítillar ánægju hjá landanum, einungis rösklega fjórðungur er ánægður með nýja ríkisstjórn en rösklega 47% eru óánægð.

2017 01 rkisstjrn sp1

Karlar eru mun ánægðari með nýju ríkisstjórnina en konur, rösklega 30% karla en 20% kvenna. Eftir því sem tekjur manna aukast því ánægðari eru þeir með ríkisstjórnina, þannig eru rösklega 18% þeirra sem hafa lægstu tekjurnar ánægð með nýja ríkisstjórn en tæplega 32% þeirra sem hæstu tekjurnar hafa. Kjósendur flokkanna sem standa að nýrri ríkisstjórn eru ánægðari en kjósendur annarra flokka. Á bilinu 77-79% kjósenda Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru ánægð með nýja ríkisstjórn en einungis tæplega 31% kjósenda Bjartrar framtíðar. Af kjósendum stjórnarandstöðuflokkanna eru Framsóknarmenn ánægðastir með nýja ríkisstjórn, eða 13% en um eða innan við 1% kjósenda Pírata, Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Svarendur voru 810 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er panelhópur fólks sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 12.-23. janúar 2017.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Maskínu: www.maskina.is og hjá Þóru Ásgeirsdóttur í síma 896-4427 eða hjá This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it .

Hér má nálgast skýrsluna.

 
rannsoknir_medal_almennings rannsoknir_medal_vidskiptavina
rannsoknir_medal_starfsmanna rannsoknir_medal_fyrirtaekja