• Ásmundur Pálsson
    Ásmundur PálssonStjórnandi gagnaöflunar og úrvinnslu

    Ásmundur er mikill talnamaður sem hefur óbilandi áhuga á íþróttum auk þess sem honum finnst fátt skemmtilegra en að leysa verkefni með góðri formúlu-skipun í Excel og SPSS.

  • Birkir Örn Gretarsson
    Birkir Örn GretarssonSérfræðingur

    Birkir er talnagrúskari og hefur gaman að því að skoða og greina gögn um málefni líðandi stundar. Auk þess nýtur hann þess að fylgjast með góðum kappleik, annaðhvort úr stúkunni eða í sjónvarpi.

  • Freyja Þorvaldar
    Freyja ÞorvaldarViðskiptastjóri

    Freyju þykir áhugavert að skoða heildarmyndina og hvað rannsóknirnar segja okkur. Best nýtur hún sín á góðum gæðingi við fuglasöng.

  • Hrafn Ingason
    Hrafn IngasonSérfræðingur

    Hrafn er mikill listunnandi sem elskar að ferðast, allar íþróttir og að sjóða sig í heitum pottum borgarinnar.

  • Ingvar Þorsteinsson
    Ingvar ÞorsteinssonSérfræðingur

    Ingvar hefur brennandi áhuga á íþróttum og eldamennsku og eyðir gjarnan frítíma sínum í að ferðast til framandi landa í eldhúsinu.

  • Ólafur Þór Gylfason
    Ólafur Þór GylfasonSviðsstjóri markaðsrannsókna

    Ólafur er svona altmúgligt maður – svissneskur hnífur Maskínu. Hann sér heiminn sem eitt stórt hnitakerfi – enda spilar hann Badminton.

  • Rakel Gyða Pálsdóttir
    Rakel Gyða PálsdóttirViðskiptastjóri

    Rakel elskar að stússast í eldhúsinu og borða góðan mat með skemmtilegu fólki. Hún nýtur sín best með prjóna í hönd og rjúkandi góðan kaffibolla á kantinum.

  • Þóra Ásgeirsdóttir
    Þóra ÁsgeirsdóttirFramkvæmdastjóri

    Þóra stýrir Maskínunni og hefur gaman af. Hún er bókaormur og leikhúsrotta en fyrst og síðast ástríðuhestakelling.

Fylgi flokka á Alþingi

Hér má finna nýjustu tölur og nánari greiningu

Myndskreyting af súluriti