Stjórnendur fyrirtækja

Í fyrirtækjavagni spyrjum við stjórnendur fyrirtækja um ýmis málefni sem tengjast stjórnun fyrirtækja eða þáttum sem varða rekstur þeirra. Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki sem eru á fyrirtækjamarkaði að fá upplýsingar um frammistöðu sína, ímynd, þjónustu eða hversu ofarlega fyrirtækið er í huga stjórnenda svo eitthvað sé nefnt.

Í Fyrirtækjavagni eru spurningar frá nokkrum aðilum hverju sinni en við kappkostum að vagninn sé stuttur því þeir sem svara könnuninni er upptekinn hópur. Í niðurstöðum leggjum við megináherslu á  að draga fram helstu niðurstöður könnunar og koma þeim til skila til viðskiptavinar. Einnig er úrbótalisti settur fram þegar það á við. Maskína leggur mikla áherslu á að niðurstöður könnunar nýtist viðskiptavinum sínum í stefnumótun og umbótastarfi.