Blár er uppáhaldslitur landsmanna

Heim / Uncategorized @is / Blár er uppáhaldslitur landsmanna

 

Rúmlega 30% landsmanna segja að blár sé uppáhaldsliturinn þeirra. Næstflestir nefna rauða litinn. Fjólublár og grænn koma svo næst á eftir rauðum. Aðrir litir eru nefndir mun sjaldnar.

Karlar eru hrifnari en konur af bláa litnum, en konur aftur á móti eru mun hrifnari af fjólubláa litnum en karlar.

Eftir því sem fólk eldist er það hrifnara af bláa litnum en mikill munur er á yngstu svarendunum og þeim elstu. Yngstu svarendurnir eru einnig mun hrifnari af fjólabláa litnum en sá áhugi minnkar eftir því sem fólk verður eldra.

Niðurstöður þessar eru fengnar úr Almenningsvagni Maskínu 27. mars til 15. apríl. Könnunin var gerð í síma og á netinu. Svarendur voru 718. Svarhlutfall var 58%. Niðurstöður eru vigtaðar með tilliti til skiptingar þjóðarinnar samkvæmt Þjóðskrá. Það er mat sérfræðinga Maskínu að niðurstöður endurspegli prýðilega skoðanir Íslendinga af báðum kynjum á aldrinum 18-75 ára af öllu landinu.

Aðrar fréttir